Wednesday, January 11, 2012

5 Dagar í Brottför!

Nú eru aðeins 5 dagar í að við systur leggjum upp í langþráða ævintýrið okkar.
Þar sem þið kæra fjölskylda og vinir munið ekki vera með í för höfum við ákveðið að skrifa blogg.
Með því vonumst við til þess að þið getið fylgst með okkur systrum og upplifað ferðina með okkur.

Fyrir þá sem eru ekki með ferðaplanið á hreinu er það eftirfarandi:
  • London - millilending
  • Bangkok
  • Laos
  • Vietnam
  • Kambódía
  • Tælenskar eyjar
  • Singapúr
  • Balí
  • Ástralía
  • Chile - millilending
  • Perú- millilending
  • Ekvador
  • Perú- millilending
  • Buenos Aires- Argentína
  • Rio De Janeiro- Brasilía
  • Barbados
  • New York
  • London - millilending
  • Heimkoma 25. apríl
Brottför er  mánudaginn 16. janúar og verðum við komnar til Bangkok 17. janúar.

Næst þegar við látum heyra í okkur verðum við komnar til Tælands!

Knús
Steiney og Berglind

5 comments:

  1. Góða ferð og góða skemmtun... hlakka til að fylgjast með ykkur.
    Risa knús og klem frá okkur öllum,
    ESR

    ReplyDelete
  2. Góða ferð og skemmtið ykkur vel en munið líka að fara varlega hlakka til að fylgjast með ykkur

    bkv
    amý

    ReplyDelete
  3. Vá en brjálæðislega spennandi!!! Góða ferð og sjúklega góða skemmtun!! Ætla að vera ung og upplifa heiminn í gegnum ykkur á meðan á þessari ferð stendur haha :-) verður gaman að fylgjast með :-)
    Mjöll

    ReplyDelete
  4. Góða ferð og skemmtun elsku þið! Hlakka til að fylgjast með ykkur. Go team B & S!!
    kv.
    Sigga Toll

    ReplyDelete
  5. Ingunn Ósk;

    Ég er svo öfundsjúk út í ykkur að hafa fengið að knúsa tígresýr, ef þið getið getiði komið með eitt stykki fyrir mig heim :) ?

    En annars er ótrúlega gaman að lesa bloggin ykkar, bíð spennt eftir næsta :D

    ReplyDelete